miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Jafnrétti kynjanna og hagvöxtur

Kjör hinna svonefndu "kvennastétta" eru vaxandi vandamál í samfélagi
okkar. Erfitt hefur verið að manna helstu nærþjónustu eins og leikskóla,
skóla, frístundaheimili, elliheimili og spítalana og eru lág laun þar
stærsti orsakavaldurinn. Mikill flótti hefur verið úr þessum stéttum
síðustu misseri og vandinn virðist því aðeins fara vaxandi.

Okkur hefur ef til vill hætt til að líta á kjarabaráttu þessara stétta sem
einkamál einstakra launþega, þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á
manneklunni á eigin skinni hafa þó margir gert sér grein fyrir að þetta er
mál sem varðar okkur öll og risið upp og látið í sér heyra.

Það sem vill oft gleymast í opinberri umræðu um laun og kjör þessara
stétta er að þetta er ekki einkamál launamanna og þeirra sem verða fyrir
beinum áhrifum manneklunnar heldur er þessi velferðarþjónusta grunndvöllur
hagvaxtar og þess blómlega atvinnulífs sem við höfum búið við hér á landi
í seinni tíð.

Velferðarþjónusta eins og leikskólar og elliheimili leystu konur undan
viðjum ólaunaðra umönnunarstarfa og gerðu þeim kleift að hefja innreið
sína inná vinnumarkað sem og raun varð. Hagvöxtur síðustu áratuga er því
mikið til atvinnuþátttöku kvenna að þakka sem er jú mest í heimi hér á
landi svo ekki sé talað um að barnsfæðingar eru hér fleiri en annarsstaða
í vestrænum heimi sem gerir það að verkum að aldurspíramýdinn breytist því
hægar hér.

Í kvöld ætla tvær frábærar konur að ræða áhrif mannekluvandans á jafnrétti
annars vegar og hagvöxt hins vegar, þessi sjónarmið gætu virst ólík við
fyrstu sýn en eru nátengd þegar betur er að gáð. Á þessum miðvikudagsfundum á Hallveigarstíg skapast oft skemmtilegar umræður að framsögum loknum og það væri gaman að fá hressilegar umræður í kvöld um mögulegar lausnir til að mæta þessum vanda.

Hlakka til að sjá sem flesta í kvöld :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hefði svo viljað mæta, endilega komdu með nokkra punkta um það sem bar hæst á fundinum :)

Bærings.

Nafnlaus sagði...

Hér er hið stórgóða lag Informer með Snow sem þú þóttist ekki þekkja í gær...

http://youtube.com/watch?v=NtILxBszyf8

kv, Hildur E.