föstudagur, 22. ágúst 2008

Tvö á torgi á Menningarnótt


Dúettinn “Við tvö” syngur og flytur á gítar þjóðlög í bland við angurvær íslensk dægurlög. Dagskráin spannar allt frá dulmögnuðum tregasöngvum til ylhýrra ástarlaga. Lögin verða kynnt og sett í sögulegt samhengi og þar sem atriðið er flutt við minnisvarða Bríetar Bjarnhéðinsdóttur verður kvennasagan og sjónarhorn kvenna aldrei langt undan.


Ég hlakka til að sjá ykkur,
Guðrún Birna le Sage ;)

2 ummæli:

Unknown sagði...

Ég mæti sko - missi ekki af uppáhalds söngfuglinum mínum ! Og ertu enn á fundi frá því í fyrradag!! Múhaaa ;)

Love, Kamni

malla sagði...

ohh vildi að ég gæti komið og hlustað á ykkur og séð! gangi þér ótrúlega vel með þetta, ég verð með þér í anda!!
Knúúz frá Kbh
M