sunnudagur, 27. janúar 2008

Íslensk kvikmyndagerð á flugi :)

Ég var að horfa á Pressuna, nýja íslenska spennuþáttinn á Stöð 2, frábær þáttur sem kemur mér á óvart í hverri viku með því að toppa sig. Virkilega vel gerður, vel leikinn, skemmtilegur, heldur manni spenntum og er í senn ágætis þjóðfélagsspegill.

Tekið er á siðferðsilegum spruningum sem mikið hafa verið í umræðunni hér síðustu ár, sígildir árekstrar tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins, hvar mörk liggja, hlutverk fjölmiðla og hversu langt þeir geta gengið án þess að fara yfir strikið.

Málefni fjölskyldunnar fléttast líka skemmtilega inní þáttinn, aðal söguhetjan er útivinnandi einstæð móðir, kvenkyns hvunndagshetja, faðirinn hálf vanhæfur bóhem, einelti og flóknar fjölskyldur, að ógleymdu siðferði í viðskiptum, hvítflibbabrot, svik, morð og allur pakkinn ;)

Foreldrar mínir geta því glaðst yfir því að fá mig að minnstakosti í vikulega heimsókn á sunnudagskvöldum í vetur :)

Það virðist vera mikil mikil framför og gróska í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir og Stöð 2 er vissulega að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og á gott hrós skilið!

*******

Ég fór líka á Brúðgumann í síðustu viku, hún er frábær einu orði sagt, yndislegt sögusviðið sem annars vegar er í Grjótaþorpinu og hins vegar í Flatey - yndislega fallegt, ég var næstum flutt til Flateyjar í huganum, fannst vel koma til greina að flýja skarkalann, sinna listinni og njóta þess að velta mér uppúr morgundögginni á Jónsmessunótt :)

Þessi mynd er vel gerð, vel leikin, fyndin og alvarleg í senn. Tónlistin kórónaði svo verkið, gömulu og ný íslensk dægurlög klædd í nýjan búning - blanda sem getur ekki klikkað.

Þessi mynd má einfaldlega ekki fara framhjá þér :)

Þá á ég bara eftir að skella mér á leikritið sem ég hef heyrt góða hluti um.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hnýt alltaf um þetta "toppa sig" hvar sem ég sé það. Þetta á vafalaust rætur í enska frasann "to top oneself" sem þýðir að drepa sig en þá hefur eitthvað tapast í yfirfærslunni nema pressan sé módeluð á Jonestown.

Kannski getur einhver skýrt hvaða þetta er komið.

Guðrún Birna sagði...

Takk fyrir ábendinguna, ég hef ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur eða hvort ég noti þetta rétt. Ég geri ef til vill of mikið af því að fleygja frá mér orðtökum sem ég hef ekki fullan skilning á :)

Ég held ég hafi þetta úr fimleikunum í gamla daga, miklu skipti fyrir liðið að haga undirbúningnum með þeim hætti að "toppa" á réttum tíma, þ.e. vera í besta forminu á Íslandsmótinu þar sem ævinlega var mjótt á munum. Ég hef heyrt þetta notað í fleiri íþróttum.

En hvort þetta sé eitthvað réttara fyrir það veit ég ekki, væri gaman að vita :)